Lykillausnir-Afhendingar og vöruskil
 
Leit

Afhendingar og vöruskil

Pantanir sem eru sóttar er hægt að nálgast næsta virka dag eftir að pöntun berst (eða þegar tölvupóstur berst viðskiptavini um að vara sé tilbúin til afhendingar) Á Lager Vélar og Verkfæra, Skútuvogi 1 C, 104 Reykjavík.

Opnunartími :

 Mán-Fim - 8-17

        Fös - 8-15 

Lokað um helgar

 

Pantanir sem fara með pósti eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Athugið að innanlandspóstur getur tekið allt að 2-4 daga að berast. Ef valið hefur verið að fá vöru senda þá bætist sendingarkostnaður við (sjá nánar í Viðskiptaskilmálum). Gætið að því að fylla út réttar upplýsingar um heimilisfang við pöntun til að tryggja rétta afhendingu. Vélar og Verkfæri taka ekki ábyrgð á því ef viðskiptavinir gefa upp rangt póstfang eða eru ekki með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur. Tölvupóstur verður sendur til viðskiptavina þegar vara hefur verið afhend Póstinum.

Varðandi skil á vörum vísum við í viðskiptaskilmála okkar.

Filters
Sort
display