Lykillausnir-Munurinn á SIS og DIN
 
Leit

Munurinn á SIS og DIN

Munurinn á SIS og DIN

 

Þegar velja skal nýjan hurðabúnað er mikilvægt að vita muninn á SIS og DIN. Þegar kemur að láshúsum eru fjöldamargir staðlar til, en algengustu staðlar sem notaðir eru hér á landi eru þeir fyrr nefndu SIS (Skandinavískur staðall) og DIN (Þýskur staðall). 

 

Að utan er helsti sjáanlegi munurinn staðsetning sylenders og handfangs, en í SIS er sylender fyrir ofan handfang en í DIN er sylender fyrir neðan handfang. Einnig er sjáanlegur munur á lögun sylenders, sem sýnt er í myndbandinu hér að ofan. 

 

SIS láshús er algengust sem annað hvort skelliskrá, með „dead bolt“ eða kubba láshús. Sylender festist við láshús að utanverðu og snerill að innanverðu, en auðvitað er hægt að hafa aðrar útfærslur (sylender beggja vegna, blindlok og svo framvegis). Standmál er ýmist 50 mm fyrir tré hurðir eða 28 eða 35 mm fyrir prófíl (t.d. álhurðir með gleri). Húnapinni, sem tengir hurðarhúna, er 8 mm að þvermáli í SIS. 

 

DIN láshús eru yfirleitt kubba láshús (dead bolt) og því þarf að læsa á eftir sér með lykli. Sylenderinn gengur í gegnum láshúsið og mæla þarf lengd frá miðju og út í hvorn enda. Hægt er að hafa tvöfaldan sylender eða sylender og sneril. Standmálið í DIN er yfirleitt 55 mm. Húnapinninn er 8 mm að þvermáli í DIN.

 

Tökum þetta saman

 

SIS

  • Skandinavískur staðall

  • Sylender fyrir ofan handfang

  • Láshús yfirleitt skellilás eða kubb laga læsingarhólf

  • Standmál ýmist 50 mm fyrir tréhurðar eða 28/35 mm fyrir prófíl

  • Húnapinni er 8 mm að þvermáli

 

DIN

  • Þýskur staðall

  • Sylender fyrir neðan handfang

  • Láshús yfirleitt kubblaga læsingahólf, sem þýðir að læsa þarf með lykli

  • Standmálið ýmist 55 mm 

  • Húnapinni er 8 mm að þvermáliSegðu okkur hvað þér finnst
Blogg skjalasafn
Filters
Sort
display