Í meðfylgjandi myndbandi sýnum við hvernig á að skipta um hurðarhún, láshús og sylender á hurð með SIS staðlinum. Hér fyrir neðan getur þú séð skrefin skrifleg. Við mælum þó með því að skoða myndbandið fyrir nákvæma lýsingu.
SIS
Skrefin í réttri röð:
- Byrjum að losa skrúfur sem halda snerlinum og sylender hringnum á innanverðri hurðinni.
- Þegar það hefur verið fjarlægt þá blasa við tvær skrúfur að innanverðu sem halda sylendernum á sínum stað.
- Þegar þær hafa verið losaðar þá losna bæði sylender og sneriltengi að innanverðu.
- Næst losum við húnaskrúfur og styðjum við hetturnar sem eru að utanverðu, fjarlægjum húna pinnann og þá getum við losað láshúsið.
- Næst losum við láshúsið sjálft, en það er gert með því að losa skrúfurnar að framan verðu.
- Ef láshúsið er fast þá getur verið gott að stinga skrúfjárninu í gengum húnapinna gatið og losa um það þannig.
- Nýja láshúsið er svo sett í og fest með tveimur skrúfum að framanverðu, þéttingsfast.
- Næsta skref er að setja húnapinnann á sinn stað, þannig að hann standi jafnt út báðu megin.
- Það gæti þurft að stytta húnaskrúfur en þær þurfa að ná vel í gegn.
- Næst er handfang sett á að utan og þrætt upp á að innan með húna skrúfurnar í.
- Á hettunum eru rílar sem falla í grópir á ytri húna rósettunni.
- Sylenderinn er settur á sinn stað, skrúfur í gegnum sneriltengisplötuna og passa að sneriltengið sé í láréttri stöðu.
- Innan á sylender hring er píla sem sýnir hvernig hann á að snúa. Þá eru snerill og skrúfur settar á sinn stað, en mögulega þarf að stytta skrúfurnar.
- Mikilvægt er að sylender hringurinn sé sem því næst sléttur við sylenderinn sjálfan, því hlutverk hans er að vernda sylenderinn.
Leiðbeiningar fyrir DIN staðalinn má svo sjá með því að smella hér.