Lykillausnir-Hvernig skipt er um láshús - DIN
 
Leit

Hvernig skipt er um láshús - DIN

Hvernig skipt er um láshús - DIN

 

Í meðfylgjandi myndbandi sýnum við hvernig á að skipta um láshús, handföng og sylendera á hurð sem fer eftir DIN staðlinum. Hér fyrir neðan getur þú séð skrefin skrifleg. Við mælum þó með því að skoða myndbandið fyrir nákvæma lýsingu. 

 

DIN 

Skrefin í réttri röð: 

 • Handfangskjöldur losaður af með sértilgerðu smá-kúbeini eða nettu flötu skrúfjárni, ásamt einhverju undir til að rispa ekki hurðina. 
 • Skrúfur sem halda handföngum saman eru losaðar og oft eru stoppskrúfur í handföngum sem þarf einnig að losa. 
 • Næst er sylenderskrúfa losuð (á framhlið láshúss). Snúa þarf snerlinum örlítið til að hægt sé að toga sylender út. 
 • Sylender rósetturnar (eða lykillauf og WC snerill) eru stundum festar með gegnum gangandi skrúfum sem þarf að losa, en séu þær festar með litlum tréskrúfum eins og í okkar tilfelli þá mega þær vera á sínum stað. 
 • Þá er hægt að fjarlægja láshúsið með því að losa tvær skrúfur á framhlið þess og draga láshúsið út. 
 • Þá er nýja láshúsið sett á sinn stað og fest með skrúfum. 
 • Sylender er komið fyrir. Passa verður að lengd sylenders sé rétt, mælt er frá miðju hans og út í báða enda (sylender og snerill i þessu tilviki). 
 • Sylender er festur með sylenderskrúfu.
 • Nýi húnapinninn er settur í þannig að hann standi jafnt út beggja vegna. 
 • Handfang er sett á öðru megin og fest með stoppskrúfu. 
 • Þá er hitt fangið sett á sinn stað, húnaskrúfur eru næst festar og að lokum er stoppskrúfa seinna handfangs fest.

 

Leiðbeiningar fyrir SIS staðalinn má svo sjá með því að smella hér. 

 

 

Segðu okkur hvað þér finnst
Filters
Sort
display