Vissir þú að það er skylda að setja hurðapumpu á allar eldvarnahurðir í fjölbýlum? Þær eru einnig hentugar til að halda hurðum lokuðum sem mikill umgangur er um.
Hurðapumpurnar sem sjá má á meðfylgjandi myndbandi eru frá ASSA ABLOY. Þær eru mjög einfaldar í uppsetningu og allt sem til þarf er í pakkanum sem Aron sýnir okkur. Pumpan, armurinn, festiplatan og allar nauðsynlegar skrúfur koma í einum pakka! Þær eru til í tveimur styrkleikaflokkum, DC 200 sem hentar vel á innihurðir og DC 300 sem hentar á útihurðir. Sú síðar nefnda ræður þó ekki við mjög þungar hurðir. Þú getur smellt hér til að skoða úrvalið.
Á leiðbeiningunum er að finna QR kóða sem sendir mann á uppsetningar myndband á YouTube, en í því myndbandi má einnig finna upplýsingar um allar helstu stillingar.
Smelltu hér til að skoða DC 200 - sem hentar fullkomlega fyrir innihurðir
Smelltu hér til að skoða DC 300 - sem hentar fullkomlega fyrir útihurðir