Lykillausnir-Glue Snjalllásinn
 
Leit

Glue Snjalllásinn

Glue Snjalllásinn

 

Týnir þú oft lyklunum? Eða gleyma börnin oft lyklunum og komast ekki inn? Viltu geta læst og aflæst hurðinni með símanum, beint úr vinnunni? Í meðfylgjandi myndbandi sýnum við ykkur Glue snjalllásinn, sem gerir okkur kleift að læsa og aflæsa útidyrahurðinni í gegnum app hvar og hvenær sem er.

 

Snjalllásinn Glue virkar með skandinavískum „dead bolt" láshúsum með snerli, eins og til dæmis ASSA 565. Glue snjalllásinn getur hins vegar ekki stýrt skelliskrám eins og til dæmis ASSA 560. 

 

Hvernig virkar þetta?

Glue snjalllásinn kemur inn á hurðina í stað snerils. Appið sem stýrir lásinum er hægt að ná í bæði fyrir iPhone og Android síma. Lásinum fylgir stjórnstöð, sem hægt er að stýra í gegnum Bluetooth og/eða nettengingu. Þetta þýðir að hægt er að taka úr lás þó þú sért ekki á staðnum, sem getur verið hentugt til þess að hleypa þeim inn sem þurfa, t.d. heimsendingar, iðnaðarfólk eða gleymin börn. Uppsetning snjalllásins er virkilega þægileg og ættu flestir að geta sett hann upp.

 

Við mælum með því að skoða myndbandið og sjá hversu einfaldur lásinn er í notkun, eða smellir hér til að skoða vöruna betur. 


Segðu okkur hvað þér finnst
Blogg skjalasafn
Filters
Sort
display