Lykillausnir-Engin geimvísindi á bakvið hurðarhúninn
 
Leit

Engin geimvísindi á bakvið hurðarhúninn

Engin geimvísindi á bakvið hurðarhúninn

 

Engin geimvísindi

Í eftirfarandi myndbandi vildum við sýna hversu auðvelt það er að skipta sjálf/ur um sylender og hurðarhún, ef slík staða skildi óvænt koma upp hjá þér. Það er nefnilega algengur misskilningur að það séu einhver geimvísindi að skipta þessu út, en svo er ekki. Með því að fylgja skrefunum í myndbandinu, getur þú á auðveldan máta skipt þessu út sjálf/ur. Við skulum samt fara yfir þetta gróflega hér að neðan.  

 

Til þess að skipta um sylender, þarf einfaldlega að losa skrúfurnar, renna lokinu af báðum megin við hurðina, losa læsinga sylinderinn og fjarlægja hann svo. Til þess að festa nýjan sylender í, er þessi aðgerð einfaldlega framkvæmd í öfugri röð.

 

Til þess að skipta um hurðarhún, eru eingöngu tvær skrúfur sem þarf að losa til þess að geta rennt hurðarhúninum úr báðum megin við hurðina. Til þess að festa nýjan, gerum við það sama nema í öfugri röð. Eingöngu tvær skrúfur í heildina, og gæti því ekki verið einfaldara.  

 

Þú getur fundið bæði hurðarhún með því að smella hér og sylender með því að smella hér.

 

Gangi þér vel og ekki hika við að hafa samband ef það vakna einhverjar spurningar. 

 

Segðu okkur hvað þér finnst
Blogg skjalasafn
Filters
Sort
display