Skilmálar
Verðupplýsingar
Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatti, sé heimsending með Póstinum valin leggst 1.490 kr sendingargjald ofan á verð.
Skilaréttur
Skilafrestur er 14 dagar frá afhendingu vöru, nauðsynlegt er að varan sé í upprunalegum og óskemmdum umbúðum og ástandi auk þess sem að allir fylgihlutir hennar fylgi. Starfsmenn Lykillausna meta ástand vöru og hvort hún sé endursöluhæf. Lykillausnir áskilja sér rétt til að hafna vöruskilum eða endurgreiða vöru með afskriftum. Endurgreiðsla nær ekki til flutningskostnaðar sem fellur til við afhendingu eða vöruskil.
Nauðsynlegt er að framvísa reikningi fyrir kaupum.
Sérpöntuðum vörum fæst einungis skilað ef um galla er að ræða í viðkomandi vöru og tæknimenn Lykillausna meta að ekki sé hægt að gera við hana eða að það svarar ekki kostnaði.
Vörum, sem um er gerður sérstakur samningur og/eða eru fjármagnaðar af þriðja aðila eða Lykillausna, fæst aðeins skilað skv. ákvæðum hvers samnings fyrir sig.
Afgreiðsla pantana
Pantanir sem eru sóttar í verslun er hægt að sækja næsta virka dag eftir að pöntun berst í Lykillausnir, Skútuvogi 1 E, 105 Reykjavík.
Pantanir sem fara með pósti eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Athugið að innanlandspóstur getur tekið allt að 2-4 daga að berast. Ef valið hefur verið að fá vöru senda þá bætist sendingarkostnaður við skv. ofangreindum skilmálum. Gætið að því að fylla út réttar upplýsingar um heimilisfang við pöntun til að tryggja rétta afhendingu. Lykillausnir taka ekki ábyrgð á því ef viðskiptavinir gefa upp rangt póstfang eða eru ekki með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur. Tölvupóstur verður sendur til viðskiptavina þegar vara hefur verið afhend Póstinum.
Ábyrgðarskilmálar
Ábyrgð seljanda er í samræmi við lög þar að lútandi. Ábyrgð á vörum sem seldar eru til einstaklinga er 2 ár en vörur sem seldar eru til lögaðila 1 ár.
Nauðsynlegt er að framvísa gögnum fyrir vörukaupum til að sannreyna ábyrgð á vöru.
Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Ábyrgð fellur úr gildi ef aðrir en starfsmenn Lykillausna hafa átt við vöruna án samþykkis. Ábyrgð nær ekki til bilana eða tjóns af utanaðkomandi orsökum, svo sem eldsvoða, vatns, þjófnaðar, slyss, verkfalla, rafmagnsbilunar eða spennubreytinga.
Lykillausnir áskilja sér rétt til að sannreyna að um galla sé að ræða áður en endurgreiðsla eða útskipti tækja eiga sér stað.
Lykillausnir bera ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða við flutning vöru hjá þriðja aðila. Ef kaupandi vill tryggja vöru sérstaklega fyrir flutning þarf það að koma skýrt fram við vörukaup. Sölumenn Lykillausna hafa þá samband við kaupanda og benda á mögulegar leiðir í boði.
Öryggi
Lykillausnir varðveita ekki kreditkortanúmer sem gefin eru upp við kaup í netverslun. Þegar komið er að því að gefa upp kortaupplýsingar og ganga frá greiðslu er viðskiptavinur fluttur yfir á örugga greiðslusíðu hjá Borgun. Allar greiðslur eru framkvæmdar í vottuðu umhverfi sem uppfyllir PCI DSS öryggisstaðal.
Vefur Lykillausnir notast við SSL skírteini sem tryggir öryggi í gagnaflutningi og samskiptum. Það tryggir að utanaðkomandi aðilar geta ekki komist inn í upplýsingar og gögn sem streyma frá notendum vefsins.
Persónuvernd
Lykillausnir deila ekki persónugreinanlegum gögnum til þriðja aðila.
Vefurinn okkar notast við Google Analytics og safnar það tól ópersónugreinanlegum gögnum s.s. hvaðan heimsóknin kemur, hversu lengi vefurinn var skoðaður og hvaða efni er mest skoðað. Þessi gögn eru nýtt til að greina heimsóknir á vefinn og gera upplifun notenda af honum enn betri.
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Lykillausna á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
Annað
Lykillausnir áskilja sér rétt til að fella niður pöntun ef nauðsynlegt reynist undir einhverjum kringumstæðum, það gæti m.a. gerst vegna ranga verðupplýsinga í netverslun eða að vara er ekki lengur fáanleg hjá Optima eða birgja. Viðskiptavinur er upplýstur um slíkt eins fljótt og verða má.